Guide to Iceland:
Markaðstorg ferðaþjónustunnar
Við markaðssetjum og seljum ferðaþjónustuna þína.
Það eina sem þú þarft að gera er að veita frábæra þjónustu
Samstarfsaðilar
Við þjónustum yfir 1500 fyrirtæki á Íslandi, bæði stór og smá. Af þeim hafa yfir 800 fyrirtæki getað nýtt sér Guide to Iceland sem söluvettvang fyrir þjónustu sína.
Vefumferð
GuidetoIceland.is er vinsælasta ferðasíða landsins. Árið 2022 voru yfir 11 milljón innlit á síðuna okkar. Við höldum einnig úti vinsælustu facebooksíðu landsins.
Velta
Samstarfsaðilar Guide to Iceland veltu rúmum 4 milljörðum árið 2022 í gegnum guidetoiceland.is. Við leggjum áherslu á að starfa í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Notendafjöldi
Guide to Iceland hefur verið í örum vexti frá stofnun þess árið 2012.
Hér til hliðar má sjá þá aukningu sem orðið hefur á fjölda notenda
Guide to Iceland síðastliðin ár. Áætlaður fjöldi notenda árið 2023
er 10,2 milljónir.*
* Fjöldi mældur frá 31. janúar til 31. janúar næsta árs
Hvernig gerist ég samstarfsaðili ? — 5 einföld skref
1. Nýskráning
Þú skráir fyrirtækið þitt og vörurnar þínar á Guide to Iceland. Þú getur einnig tengst okkur í gegnum Bókun.is, Travia, Sabre eða Amadeus.
2. Markaðssetning
Um leið og þjónustan þín hefur verið skrásett á Guide to Iceland hefst sölu- og markaðssetningarferlið.
3. Framsetning vöru
Við tengjum þig við aðila sem aðstoða þig við markaðssetningu þess sem þú hefur upp á að bjóða og komum þínum vörum á framfæri á markaðstorginu okkar.
4. Bókanir
Bókanir berast þér í tölvupósti ásamt öllum upplýsingum um viðskiptavin þinn og vöruna eða þjónustuna sem var bókuð.
5. Uppgjör
Eftir að þjónustan hefur verið innt af hendi dregur þú þjónustulaun okkar frá verði vörunnar og sendir okkur reikning. Við sendum þér nánari upplýsingar í tölvupósti um leið og þú hefur skráð þig.
Umsagnir — þetta höfðu samstarfsaðilar okkar að segja
Samskiptin við Guide to Iceland eru hnitmiðuð, skemmtileg og til mikillar fyrirmyndar enda eru vandamál ekki til í þeirra orðabók. Það spillir heldur ekki fyrir að sala okkar hefur stóraukist með þessu frábæra samstarfi.
Þórarinn
Nicetravel
Það hefur verið frábært að starfa með Guide to Iceland. Þeir hafa kynnt okkur á ný markaðssvæði í Asíu og bókanir hafa streymt inn allt árið. Við mælum hiklaust með samstarfi við þetta frábæra fyrirtæki.
Ívar
A Car Rental
Bókanir okkar hafa aukist um 20% síðan að við fórum í samstarf með Guide to Iceland fyrr á þessu ári. Starfsfólk Guide to Iceland er sýnilega vandað fólk með mikla þekkingu á þörfum ferðamanna sem hingað koma.
Sigurður
Ice Rental Cars
Samstarf okkar við Guide to Iceland hefur verið frábært í alla staði. Með fleiri jákvæðum umsögnum sem við höfum fengið í gegnum síðuna þeirra hafa sölutölur farið uppá við. Guide to Iceland er einfaldlega topp fyrirtæki.
Breki
Your Day Tours
Við erum himinlifandi með samstarftið við Guide to Iceland. Eftir að snjósleðaferðirnar okkar fóru í sölu hjá þeim hefur aukningin verið mjög mikill. Ég mæli óhikað með þeim sem endursöluaðila.
Haddy
Vélsleðaleigan Ehf
Við höfum unnið með Guide to Iceland í þó nokkurn tíma með góðum árangri. Heimasíðan er aðgengileg og auðvelt er að nálgast upplýsingar um bókanir, greiðslur og viðskiptavini
Eva
Norðurflug
Skrá ferðir
Söluþóknun Guide to Iceland er 20% af dagsferðum og 15% af lengri ferðum. Innifalið er færslugjald og allur annar kostnaður.
Skrá gistingu
Söluþóknun Guide to Iceland af gistingu er 12%. Innifalið er færslugjald og allur annar kostnaður.
Skrá bílaleigu
Söluþóknun Guide to Iceland af bílaleigu er 15%. Innifalið er færslugjald og allur annar kostnaður.